Kveðja frá kennara

Díana, þú hefur verið að sýna frábærar framfarir í vetur í öllu.

þú ert listræn og vinnur mjög fallega.

Haltu svona áfram þá munu allir vegir verða þér færir.

Auður Ögmundsdóttir


Verk og list í vorönn

Núna vorönn var ég í heimilisfræði og smíðum. Í heimilsfræði bökuðum við í ver og list hópnum mínum smákökur og pítsu. Það var gaman af því að mér finnst æðislegt að baka og ég er góð í því. Ég man varla neinar uppskriftir sem við bökuðum.

Ég var í smíðum og mér fannst gaman að ég náði að klára bátinn minn. Síðan mátti gera frjálst verkefni, ég gerði myndaramma og málaði hann. Mér fannst skemmtilegt að gera bátinn og hann kom vel út þegar ég var búin að klára hann og mér fannst skemmtilegt að mála myndaramman ;)

 


Gæluverkefnið mitt

Núna í vorönn vorum við krakkarnir í árganginum að gera verkefni um eitthvað sem við höfðum áhuga á að skrifa um. Ég valdi að skrifa um eldgosið í Eyjafjallajökli og ég valdi að gera það í power point. Mér gekk ekki vel með það vegna þess að það voru ekki mikið af upplýsingum það var eiginlega bara upplýsingar úr eldgosinu í fimmvörðuhálsi og ég ruglaði því svolítið saman. Mér fannst þetta skemmtilegt af því að mér finnst gaman að gera verkefni í power point. 

Hérna eru glærurnar mínar :


Danska

Í dönsku var ég að gera fullt af dönskuverkefnum sem eru mjög nskemmtileg finnst mér og ég hef lært mjög mikið af þeim.

Ég er búin að fara í nokkur próf sem ég er búin að bæta mig í því ég hef teynt að læra vel heima en ég náði samt ekkert svakalega vel að læra prófið sem var núna síðast.

Mért finnst danskan mjög skemmtilegt tungumál og ég hef mjög mikinn áhuga á því túngumáli því ég kem af sumum ættum þaðan.

Mér finnst dönskuverkenin sem við erum búin að vera að gera mjög skemmtileg og ég myndi alveg vilja gera þau aftur. Mér fannst hópverkefnin lang skemmtilegust (:

 


Tyrkjarán-leikrit

a) Þeir kostir við það að gera leikrit um tyrkjaránið eru: Þetta er einhvað sem ég hef bæði gaman af og þetta er líka fræðandi

b) Ég sé tyrkjaránið betur fyrir mér þegar við gerðum þetta leikrit

c) Ég sé einga galla við það að setja upp leikrit um tyrkjaránið.


Hérna eru glærurnar um Rúmeníu

Rumenia
View more presentations from oldusel.
 
 

Landafræði

Í landafræði var ég að gera tvö lönd og ég gerði Rúmeníu og Búlgaríu. Eg gerði Power Point glærur um Rúmeníu og Photo Story myndband um Búlgaríu. Ég lærði margt nýtt um löndin sem ég vissi ekki áður. Mér fannst þetta áhugavert og skemmtilegt og það er ekkert sem ég myndi vilja breyta:)

Enska/Anne Frank

Í ensku var ég að læra um Anne Frank. Við í ensku hópnum mínum áttum að fjalla um líf hennar sem Gyðing í Photo story. Ég lærði margt af þessu og mér fannst þetta alveg áhugavert verkefni en ekkert sérlega skemmtilegt því mér fannst þetta ekki létt en ekkert mikið erfitt heldur.

Hérna er myndbandið mitt  :) 


Hérna eru Pwer Point glærurnar mínar um fugla:)


Nátturufræði

Í nátturúfræði núna í vorönn var ég og árgangurinn minn að gera verkefni um fuglana sem búa hér á Íslandi. Það átti að gera power point úr þessu verkefni og fjalla um alla flokkana:landfugla, máffuglar, sjófuglar, spörfuglar, vatnafuglar, vaðfuglar. Þetta var mjög fræðandi og , mér fannst þetta svaka skemmtilegt en ég átti svoldið mikið í vandræðum með það að vista glærurnar inn a bloggið mitt.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband